Rosafjör í Djurs-summerland

Það er erfitt að toppa Binna við morgunverðaborðið í smörebrauðinu hann hreinlega rúllar öllum upp með skreyttu brauðinu,með tómötum,osti,papriku og allskynns góðgæti. Það eru miklar framfarir hjá okkur hinum að sögn Binna.

 Eftir morgunmat var haldið í tveggja tíma rútuferð í skemmtigarðinn. Andri Freyr var veikur og komst því miður ekki með og var Pétur hjá honum og er hann allur að koma til. Það var rétt svo að fimm tímar dugðu í garðinum því líkt var fjörið. Margir fóru oft í sömutækin og var mikið stuð bæði hjá drengjunum og þeim fullorðnu. Lengsti rússibaninn í Danmörku (nýr 2013) og sá hraðasti var vinsælastur 85km hraði. Það voru þreyttir ferðalangar sem lentu rétt fyrir sjö við hotelið og fóru beint í hakke buff og ís og ávexti. Kvöldvaka var á sínum stað og voru sýndar myndir úr síðasta leik sem Markús tók upp og farið var í teiknikeppni farastjórar á móti drengjunum og sigruðu farastjórarnir naumlega. Nú er að færast ró yfir drengina og framundan tvær æfingar á morgun.


Bloggfærslur 12. júní 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband