Sigur á móti U-15 hjá Vildbjerg 3-0

Morgunmaturinn var á sínum stað kl 09:00 og eftir hann var farið í gönguferð. Þar sem farið var í klappleik sem gengur út á það að sá sem gerir mistök þarf að leika fyrir hópinn. Mikið hlegið og góður andi í hópnum. Efir hádegismat var fundur þar sem farið var yfir leikinn og byrjunarlið tilkynnt. Leikurinn við U-15 hjá heimamönnum var virkilega góður hjá Haukastrákum. Kalli M sem hvíldur var í fyrri leiknum skoraði með góðu langskoti við mikin fögnuð Haukamanna. Elli skorað síðan gott mark eftir frábæra stungusendingu frá Krisni Óla sem byrjaði inná. Staðan í hálfleik var 2-0 og Haukar að spila flottan fótbolta. Mikil barátta var í seiinihálfleik og allir leikmenn að skila sínu í liðsheildinni. Haukar bættu einu marki við í seinni en markið skoraði Sindri eftir frábært einstaklingsframtak þar sem hann plataði báða hafsentana upp úr skónum og komst einn innfyrir og kláraði færið og innsiglaði 3-0 sigur. Allir ánægðir og nú er framundan í kvöld að horfa allir saman á Hauka-KA á sporttv í beinni á stórum skjá. Eftir leik fara allir að pakka fyrir heimferð á morgun. Frábæri ferð fer nú senn að ljúka.

Bloggfærslur 14. júní 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband