Spilað var við frekar erfiðar aðstæður í dag í Mosó en þó hefur maður séð þær verri.
A leikur.
Byrjuðum að pressa Aftureldingu og héldum þeim vel við efnið en þeir leystu varnarleikinn nokkuð vel. Það var síðan Kalli M sem setti gott mark með viðstöðulausu-vinstifótar skoti og kom Haukum í 1-0. Staðan í hálfleik 1-0 og mótvindur í seinni. Eftir góða ræðu þjálfara í hálfleik komu þrjú mörk á fyrstu 8.mín Elli var í miklu stuði og lagði upp tvö mörk fyrir Pétur og skoraði eitt sjálfur og fékk svo reisupassan fyrir litlar sakir.Annað markið hjá Pétri var utanfótartáskotuppívindinn(er þessu ekki rétt líst) og í markið með þeim glæsilegri sem sést hafa á Tungubökkum. Góður sigur hjá strákunum og margir að leika vel.
B leikur
Nokkuð sterkt byrjunarlið hjá okkur og eftir snarpa sókn fékk Þórir J boltann innfyrir og skoraði gott mark. Bjartur var svo mættur eins og gammur þegar markmaður Aftureldingar hafði varið vel og misst boltann og skoraði í autt markið. Mikill barátta í seinni-hálfleik á móti sterkum vindi en strákarnir stóðust áhlaup heimamanna og bættu einu marki við. Þar var á ferðinni Kaleb eftir mikinn einleik. Heimamenn minkuðu munin í lokin og sigur í höfn 3-1. Fínn sigur og spennandi leikur framundan á fimmtudag við Breiðablik.
kv Freyr,Gústi og Árni
Bloggar | 3.6.2013 | 22:07 (breytt 4.6.2013 kl. 10:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfing á morgun kl 16:00 og C lið spilar kl 17:00.
kv Freyr,Gústi og Árni
Bloggar | 3.6.2013 | 20:07 (breytt kl. 21:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 3. júní 2013
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar