Æfingar til að gera heima ef þið viljið

Sælir strákar nú á þessum tímum er gott að halda sér við og mæta á Ásvelli(eða þar sem er aðstaða) til að hlaupa. Gott að hita upp með því að skokka 4-6 hringi (vera einir eða fáir saman) og taka svo spretti 70% þvert yfir völlinn ca 6 sinnum og hvíla í 1. mínútu á milli. Þeir sem vilja tækniæfingar sendi mér skilaboð 8978384 og ég sendi æfingar með myndum í símann ykkar til að bæta tæknina.

bestu kveðjur

Freyr


Kæra haukafólk

Samkvæmt tilmælum frá ÍSÍ verður gert hlé á æfingum grunn- og leikskólabarna til mánudagsins 23.mars. Haukar munu fylgja þessum tilmælum sem byggja á mati landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarna ríkislögreglustjóra. Þjálfarar og starfsfólk félagsins munu vinna að því að skipuleggja næstu viku með þeim hætti að æfingar geti hafist aftur að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru um samkomubann. Hlutirnir eru þó fljótir að breytast, við munum fylgjast vel með og upplýsa iðkendur og forráðamenn um stöðuna hverju sinni. Hér er tilkynningin frá ÍSÍ: http://isi.is/frettir/frett/2020/03/15/Ithrottastarfid-i-samkomubanni/


Bloggfærslur 16. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband