Æfing fyrir tvo saman - um helgina

Þetta er hugsað fyrir þá sem vilja fara saman og æfa, en aðlatriðið er að fara að hlaupa eða hjóla og leika sér með bolta bæta tæknina. Kemur ný æfing á mánudag.

Upphitun: 10 mín

Æfing 1.

Tveir saman með einn bolta. Senda á milli sín fram og til baka þvert á völlinn í 6. mínútur.

Æfing 2.   5 mín

Vaxandi hlaup þvert á völlinn upp í 70 % 4 ferðir.

 

Æfing 3.   10 mín

Fyrirbyggjandi æfingar.

Vera fyrir framan miðlínu.

Hoppa yfir línuna og gera 10 x:

-Jafnfættis og lenda á öðrum fæti

-hliðar á hægri

-hliðar á vinstri

-framstig

-hliðarstig

-hnébeygja

 

Æfing 4: 15 mín

Tveir saman með einn bolta, gera 2 reiti 5x5 og 15 m á milli reita senda

háa sendingu á milli og taka við boltanum inn í reitnum. Gera svo keppni þannig að ef þið getið tekið á móti boltanum án þess að missa boltan út fyrir reitinn fáið þið eitt stig.

Niðurlag:

Teygja vel og ræða saman um æfinguna en virða tveggja metra regluna.

kv Freyr,Einar og Viktor


Bloggfærslur 27. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband