Æfing mánudag

Upphitun: 10 mín

Æfing 1.

Hreyfiteygjur

Skokkað frá endalínu að vítateig.

Hælar í rass,hnélyftur,snúa höndum,valhopp,krossa fætur,hliðarskref,varnarskref..... 

Æfing 2.   10 mín

Fyrirbyggjandi æfingar.

Vera fyrir framan línu á vellinum.

Hoppa yfir línuna og gera 10 x:

-Jafnfættis og lenda á öðrum fæti

-hliðar á hægri

-hliðar á vinstri

-framstig

-hliðarstig

-hnébeygja

 

Æfing 3: 15 mín

Rekjaboltan frá endalínu að vítateig.

t.d.

-með rist

-innanfótar hægri,vinstri

-taka snúninga á leiðinni

-rekja hann á hlið draga boltan vinstri,hægri,

-aftur á bak

-og eitthvað sem þér dettur í hug

Æfing 4.

Sendingar 25 metrar á milli

-fastar innanfótar

-háar með rist

-láta boltann skoppa fyrir framan ykkur og senda háan yfir.

Niðurlag:

Teygja vel og ræða saman um æfinguna en virða tveggja metra regluna.

kv Freyr,Einar og Viktor


Fjögur aðalatriði varnarleiksins

 

Pressa  -  Völdun -  Gæsla+tæklun  -  Hvernig á að leika gegn sóknarpressu?

Pressa.

  1. Hvenær á varnarmaður að fara á móti sóknarmanni ?

Hraði varnarmannsins hefur mikla þýðingu og ekki síður ákvörðun hans hvenær hann hleypur af stað, (að lesa leikinn).

            Rétta andartakið er að hlaupa af stað rétt áður en knötturinn er sendur og meðan knötturinn er á leiðinni getur varnarmaðurinn hlaupið án áhættu.

 

  1. Hverning fer varnarleikmaður á móti sóknarleikmanni ?

Það er fjögurra kosta völ:

  1. Að komast inn í sendingu, (stela knetti) besti kosturinn.
  2. Návígi (tæklun)

Varnarmaður fer í návígi um leið og mótherjinn tekur á móti knettinum. Mikilvægt er að hlaupa hvorki of hratt né of langt.

c.Ef andstæðingurinn nær valdi á knettinum.

  1. Þá þarf að pressa hann það stíft að hann geti ekki snúið sér við. Varist að brjóta á mótherjanum í þessari stöðu.
  2. Ef andstæðingur nær valdi á knettinum og er búinn að snúa sér við á varnarmaðurinn að vera þar sem hann getur pressað knatthafa út að hliðarlínu eða miðju.
  3. 3. Þegar varnarmaður pressar knatthafa er mikilvægt að líkamstaðan sé rétt. Það er nauðsynlegt að snúningurinn verði  90° en ekki 180° og að jafnvægi sé gott. Leikmaður sem snýr sér við um 180° er alltaf u.þ.b. einum metra á eftir fyrstu 5 metrana.
  4. d. Það er mikilvægt að varnarleikmaðurinn sem pressar knatthafa standi í fæturnar og noti rennitæklun sem minnst. Sú staða getur hins vegar komið upp að varnarleikmaður verði að nota rennitæklun:
  5. a. Þegar andstæðingurinn er kominn aleinn inn fyrir vörnina.
  6. b. Þegar andstæðingurinn er nálægt hliðarlínu eða endalínu. Þá hefur varnarleikmaðurinn tíma til að standa upp og samherjar hans fá einnig tóm til að komast í betri stöðu.

Góður varnarleikmaður reynir að nota rennitæklingar sem minnst.

Völdun.

Mikilvægt er að sé sem pressuna annast sé alltaf valdaður.

  1. Fjarlægð við völdun: Hún ætti að vera um það bil 3-6 metrar.

a.Takmarka þarf tíman og athafnasvæði sóknarleikmannsins.

b.Sá sem völdunina annast grípur um leið inn í ef knatthafi kemst framhjá sínum manni.

Algengasti gallinn hjá þeim sem valdar er að:

a.Hann er of nærri, þannig að fljótur sóknarleikmaður getur komist framhjá báðum varnarleikmönnum með því að senda knöttinn langt fram.

  1. b. Hann er of langt frá, þannig að knatthafi fær góðan tíma áður en hann mætir varnarleikmanninum sem valdar.

 

Sá sem valdar verður að hafa eftirfarandi í huga þegar hann metur fjarlægðina:

  1. Staðsettningu sinna varnarleikmanna.
  2. Hæfileika sóknarleikmannsins.
  3. Hvar á vellinum sóknarleikmaðurinn er.

 

Gæsla + tæklun.

Vera ávallt markmegin við mótherja. Það er nauðsynlegt að hafa eftirfarandi í huga:

  1. Verið alltaf nær eigin marki en mótherji.
  2. Verið í réttri línu frá eigin marki
  3. Blátt bann er lagt við því að hleypa sóknarleikmanni inn fyrir sig.
  4. Fyrsta skilyrði þess að geta stöðvað sóknarleikmann er að vera réttu megin við hann. Annað skylirði er að hafa alltaf knöttinn og mótherjan í sjónmáli.
  5. Mikilvægt er að vita hvað er að gerast fyrir framan þig og ekki síður fyrir aftan þig.

 

 Hvernig á að leika knetti gegn sóknarpressu?

Sóknarleikmenn eru alltaf viðbúnir ef varnarleikmönnum mistekst að koma knettinum burtu af mestu hættusvæðinu, þess vegna er varnarmönnum mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga þegar vörnin er ekki í jafnvægi.

  • Að vera fyrstur að knettinum.
  • Að spyrna hátt.
  • Að spyrna langt
  • Að spyrna út til hliðar.

Bloggfærslur 30. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband