Frábær dagur í Vildbjerg

Fyrsta nóttin á hótelinu var í þremur 10 manna herbergjum og fór vel um alla. Eftir morgunmat var farið á æfingu og veðrið nokkuð gott en ekki sól. Hádegismaturinn mjög góður og eftir hann var farið í að færa sig í fjögura manna herbergin og erum við allir í sömu álmu. Fyrirlestur um varnartaktík og sóknartaktík var á dagskrá hjá þjálfurum um áður en farið var á seinni æfinguna. Þar var farið í gegnum sóknar og varnartaktík á vellinum. Þegar heim var komið á hótelið var farið í sund og höfðum við hana útaf fyrir okkur, rennibraut,pottar og 25m laug.Kvöldmaturinn frábær og vel tekið til matar hjá strákunum. Nú er ný búinn fyrsta kvöldskemmtunin en haldin var spurninga keppni milli herbergja og sigurvegar urðu þeir sem eru í herbergi 4. Nú eru menn að koma sér í háttinn og undirbúa sig fyrir leikinn á morgunn sem er við U-14 liðið hjá heimamönnum í Vildberg. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt að heyra:)

Heiða mamma hans Ella (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 21:07

2 identicon

Gaman að heyra að allt gengur vel.

Ólöf Þóra mamma Breka Þór (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 23:13

3 identicon

Takk fyrir þetta. Gaman að fá fréttir. Gangi ykkur vel og njótið veðurblíðunnar.

Kveðja,

Helga Huld

Helga Huld (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 23:13

4 identicon

Takk fyrir, gaman að heyra.

Kveðja, Ósk.

Ósk (IP-tala skráð) 10.6.2013 kl. 10:57

5 identicon

Gaman að fá fréttir af ykkur :)

Jóhanna mamma Hjartar Inga (IP-tala skráð) 10.6.2013 kl. 18:17

6 identicon

Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með - njótið veðurblíðunnar og ferðarinnar vel

Dísa mamma Magnúsar Dags (IP-tala skráð) 10.6.2013 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband