Haukar-ÍR á fimmtudag í A og B liðum

Næstu leikir í íslandsmótinu eru á fimmtudag þegar ÍRingar koma í heimsókn og spila í A og B liðum. A leikur kl 16:30 og B leikur kl 18:00.

kv Freyr,Gústi og Árni


FH2-Haukar í B og C liðum föstudag

Tveir leikir á morgun íslandsmótinu í B og C liðum.

B leikur kl 16:00 mæting kl 15:15 á gerfigrasið í Krikanum spilað verður á grasi.

 B liðið:Anton,Sindri Snær,Sævar,Hjörtur,Jökull,Marteinn,Andri Freyr,Andri Sc,Þórir J,Kristinn Óli,Daníel, Óskar,Breki,Þórir E,Kaleb, Magnús.Varamenn spila líka með C liði.

 

C liðið:kl 17:30 mæting kl 16.45

Bergur,Aron H, Aron Marels,Óliver,Tómas,Sindri,Rafael,Rikki,Kristján B,Aron Freyr,Viktor B,Davíð,Aron A.


Spilað við FH2 á föstudag í B og C liðum

Næstu leikir í íslandsmótinu eru á föstudag 5.júlí í Krikanum á móti FH2. 

B leikur byrjar kl 16:00

C leikur byrjar kl 17:30 

kv Freyr,Gústi og Árni 


Liðin á móti Val og KR

Á morgun spilar A-og B-lið við Val á Ásvöllum. 

A-lið leikur kl. 17:00 - mæting kl. 16:15 (Birkir, Ísak B, Ísak J, Kristinn P, Karl P, Andri Fannar, Bjartur, Orri, Elli, Pétur, Karl M, Sindri og Óskar).

B-lið leikur kl. 18:30 - mæting kl. 17:50 (Anton, Þórir E, Matti, Maggi G, Daníel, Sævar, Kristinn Ó, Andri Freyr, Andri Sc, Magnús S, Jökull, Kaleb, Aron Freyr Marelsson og Aron Hólm).  

 

C-lið leikur á föstudag kl. 17:00 mæting kl. 16:15 (Bergur, Alexander, Aron Freyr Marelsson, Aron Hólm, Rafael, Óliver, Jóhann T, Tómas, Kristján Bragi, Aron Freyr, Magnús Stef, Þórir E, Daníel, Kaleb, Davíð og Fannar B).  

Æfing hjá C-liði á fimmtudag kl. 14:45.

 

(Breki, Doddi, Þórir J, Aron A, Hjörtur, Sindri M og Rikki hafa ekki látið vita af sér en geta haft samband við þjálfara)

 

kv. Þjálfarar 


Mæta með 3. fl. í dag.

Við ætlum að fá 8 stráka til að fara á 3. fl. æfingu kl 16:15 í dag þriðjudag. Kalli M,Andri Fannar,Sindri,Kiddi P,Ísak J,Orri, Kalli P og Andri Sc.

kv Freyr,Gústi og Árni 


Spilað við Val og KR í vikunni

Íslandsmótið byrjar aftur í vikunni eftir smá frí. Spilað verður á fimmtudag á Ásvöllum  í A og B liðum og á föstudag við KR í C liðum. Æfing á morgun kl 14:45 en þeir sem eru í unglingavinnunni geta mætt með 3. flokki kl 16:15.

kv Freyr,Gústi og Árni 


Sigur á móti U-15 hjá Vildbjerg 3-0

Morgunmaturinn var á sínum stað kl 09:00 og eftir hann var farið í gönguferð. Þar sem farið var í klappleik sem gengur út á það að sá sem gerir mistök þarf að leika fyrir hópinn. Mikið hlegið og góður andi í hópnum. Efir hádegismat var fundur þar sem farið var yfir leikinn og byrjunarlið tilkynnt. Leikurinn við U-15 hjá heimamönnum var virkilega góður hjá Haukastrákum. Kalli M sem hvíldur var í fyrri leiknum skoraði með góðu langskoti við mikin fögnuð Haukamanna. Elli skorað síðan gott mark eftir frábæra stungusendingu frá Krisni Óla sem byrjaði inná. Staðan í hálfleik var 2-0 og Haukar að spila flottan fótbolta. Mikil barátta var í seiinihálfleik og allir leikmenn að skila sínu í liðsheildinni. Haukar bættu einu marki við í seinni en markið skoraði Sindri eftir frábært einstaklingsframtak þar sem hann plataði báða hafsentana upp úr skónum og komst einn innfyrir og kláraði færið og innsiglaði 3-0 sigur. Allir ánægðir og nú er framundan í kvöld að horfa allir saman á Hauka-KA á sporttv í beinni á stórum skjá. Eftir leik fara allir að pakka fyrir heimferð á morgun. Frábæri ferð fer nú senn að ljúka.

Rólegur dagur í dag

Það var rólegur dagur í dag í Vildbjerg  morgunmatur æfing, hádegismatur, billjadmót,æfing,sund,kvöldmatur og fyrirlestur hjá þjálfurum. Það bar helst til tíðinda að Sverrir Þór sonur Freys vann billjardmótið hjá strákunum og Binni hjá farastjórum. Einnig útskrifaði Binni Pétur við morgunverðarborðið í smörebrauðinu, von er á fleirum útskriftum á morgun. Framundan erfiður leikur á morgun.

Fjölnir2-Haukar fimmtudag kl17:00

Mæting á gerfigrasið við Egilshöll kl 16:15 sama lið og í síðasta leik.

kv Árni 


Rosafjör í Djurs-summerland

Það er erfitt að toppa Binna við morgunverðaborðið í smörebrauðinu hann hreinlega rúllar öllum upp með skreyttu brauðinu,með tómötum,osti,papriku og allskynns góðgæti. Það eru miklar framfarir hjá okkur hinum að sögn Binna.

 Eftir morgunmat var haldið í tveggja tíma rútuferð í skemmtigarðinn. Andri Freyr var veikur og komst því miður ekki með og var Pétur hjá honum og er hann allur að koma til. Það var rétt svo að fimm tímar dugðu í garðinum því líkt var fjörið. Margir fóru oft í sömutækin og var mikið stuð bæði hjá drengjunum og þeim fullorðnu. Lengsti rússibaninn í Danmörku (nýr 2013) og sá hraðasti var vinsælastur 85km hraði. Það voru þreyttir ferðalangar sem lentu rétt fyrir sjö við hotelið og fóru beint í hakke buff og ís og ávexti. Kvöldvaka var á sínum stað og voru sýndar myndir úr síðasta leik sem Markús tók upp og farið var í teiknikeppni farastjórar á móti drengjunum og sigruðu farastjórarnir naumlega. Nú er að færast ró yfir drengina og framundan tvær æfingar á morgun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband