Keirum þetta í gang

Grunnþol og sérhæftþol

Enginn knattspyrnumaður sem vill ná langt kemst af án þess að hafa gott þol. Þetta þol verður hann að tileinka sér á undirbúningstímabilinu og viðhalda því á keppnistímabilinu.

Þol í knattspyrnu er jafnan skipt í tvennt, þ.e. grunnþol og sérhæftþol. Eins og orðið bendir til er grunnþol grunnur fyrir sérhæft þol og forsenda þess að geta leikið knattspyrnuleik og staðist allar þær kröfur sem hann gerir, allt til enda, Sérhæft þol byggir á grunnþoli og er nauðsynlegt til að geta gert ýmsa þá hluti sem aðeins koma fyrir í knattspyrnu s.s. spretti,tæklingar,skor,skallaeinvígi o.s.frv.

Í næstu viku ætlum við að keira upp úthald manna til að vera tilbúnir 4. maí. Það gerum við með því að hver og einn fari út að hlaupa. 

Mánudagur 20. apríl. 8.km létt skokk (20 hringir á Ásvöllum)

þriðjudagur 21. apríl  UB upp brekku með sprettum vaxandi

miðvikudagur 22. apríl SK (skokk) 5.km

Fimmtudagur 23. april Göngutúr

föstudagur 24.  apríl Hraðaleikur 4-8 km

Teygja vel á eftir vera í hlaupaskóm og ef þið hafið tíma að leik sér í fótbolta.

LS (Létt skokk)
Hægur hraði en þó aðeins hraðari en venjulegur gönguhraði.

UB (upp brekku)
Hérna þarftu að finna svæði með smá brekku sem þú ert um 10-20 sekúndur að spretta upp. Hvíldin felst í því að ganga niður.

S (sprettir)
Stuttir sprettir auka þolið til muna. Finndu beina braut og sprettu í 15 sekúndur, hvíldu eins og þú þarft á milli spretta.

SK (skokk)
Hérna erum við komin á nokkuð léttan og góðan skokk hraða. Ef við miðum hraðann við kílómetra þá erum við að tala um 5-6,5 kílómetra hraða.

G (göngutúr)
Rösklegur göngutúr, endilega finndu þér reglulega nýtt svæði til að upplifa.

  • Fartlek = hraðaleikur þar sem sprettir koma inn í hlaupið (ath. aldrei ၠfullu) eru mislangir (t.d 150- 300 m) með mislöngum hvildum.
  • Þú skalt skrifa hja þér hversu langt þu hljópst og athugasemdir um hvernig þer leið.

  • Gangi þer vel !!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband