Æfing með sprettum -einstaklings

Upphitun:

10 mín

skokk 4 hringi með bolta

 

Tækni.20-30 mín. Gera þessar æfingar nokkrum sinnum ca 4-8 sinnum

-Rekja boltann og senda áfram nokkra metra og hoppa á öðrum fæti á eftir boltanum og

rekja hann svo áfram, skipta reglulega um fót.

-senda boltann áfram, setjast niður og standa upp taka sprett á eftir boltanum

rekja boltann áfram og endur taka.

-senda boltann, taka eina armbeygju og elta boltann

-senda boltann, taka tvær armbeygju og elta boltann

-senda boltan áfram snúa sér í tvo hringi á staðnum og elta svo boltann, endurtaka

nokkrum sinnum.

-senda boltann áfram, taka tvö skref afturábak og elta svo boltann.

_senda boltann áfram, taka tvö skref til vinstri og tvö til hægri og elta svo boltann.

-senda boltann áfram, hlaupa aftur á bak á eftir honum. horfa ýmis um hægri og vinstri öxl.

-vippa boltanum upp, snúa sér í hring og ná valdi á boltanu.

Skot á mark.

10 mín

frjálst,t.d vippa boltanum upp,halda bolta á lofti,skalla og skot.....

 

Teygja vel í lokinn.

 


Mikilvægi sendinga

 

Mikilvægi sendinga verður aldrei nægilega ítrekað. Því nákvæmari sem sendingarnar eru, þeim mun árangursríkari og betri verður leikurinn. Mikilvægt er að sendingarnar séu auðveldar og framkvæmdar hratt og vel. Margar sendingar mistakast vegna þess að sá sem á að fá knöttinn stendur kyrr og bíður eftir því að fá boltann í stað þess að koma alltaf á móti honum.

Hvenær á að leika knettinum fram á við og hvenær til baka ?

Ef leikmaður getur leikið knettinum fram á við á hann að gera það og senda hann inn á autt svæði eða til samherja ef leikmanns er gætt rækilega og hann getur ekki leikið knettinum áfram verður hann að fá aðstoð aftanfrá.

 Sendingar á varnar og miðsvæðinu krefjast:

  1. Nákvæmni
  2. Einföldunar
  3. Hraða

Nákvæmni:

 Sendið sem oftast beint að fótum móttakanda. Það flýtur ekki einungis fyrir heldur dregur það úr líkum þess að varnarmaðurinn nái knettinum ef gæslan er stíf.

Einfaldar sendingar: Það er mjög algengt að leikmenn reyni stöðugt að framkvæma stöðugt mjög erfiðar sendingar sem misheppnast í staðinn fyrir að senda boltan auðveldlega til næsta samherja. Einfaldar sendingar gera skila oftast mestum árangri á varnar og miðjum vellinum. Leikmenn verða að gefa sér tíma og vera þolinmóðir til þess að góður samleikur nái innan liðsins.

Hraðar sendingar:

Að vera fljótur að senda knöttin þýðir ekki ein snerting, það getur alveg eins þýtt 3 snertingar, leikmaður verður að gefa sér tíma til að horfa upp og leita færis til að senda knöttinn. Með því að leggja áherslu á eina snertingu verða leikmennirnir að vera búnir að gera sér grein fyrir leikstöðunni og ákveða hvert þeir ætla að senda knöttinn. Aðall góðra leikmanna nú til dags er að þeir geta vilt um fyrir mótherjanum og komið þeim úr jafnvægi og skapað mikla áhættu fyrir framan mark mótherjana.

Hvenær og hvar eiga leikmenn að taka áhættu og reyna það erfiða?

Á sóknarleikvellinum verða leikmenn að þora að taka áhættu með því að reyna erfið tækniatriði, sendingar, skáhlaup, einleik og hlaup inn í lítil svæði.

Til þess að það takist þurfa eftirfarandi atriði að vera í lagi:

  1. Góð tækni
  2. Góður skilningur
  3. Sjálfstraust

Góð tækni:

 Góð tækni leikmanns þýðir að hann getur framkvæmt fjölbreyttar sendingar. Leikmaður á mun fleiri úrkosti ef hann getur sent knöttinn framhjá andstæðingi með snúningi eða spyrnt yfir hann. Þetta á sérstaklega við á sóknarsvæðinu. Nútímaknattspyrna gefur sífellt meiri kröfur um alla tækni ekki síst inn á sóknarsvæðinu.

Góður skilningur á leiknum:

Að vera glöggur í sendingarkosti inn á sóknarsvæðinu krefst nákvæmsmats á afstöðu og fjarlægð og einnig þekkingar á hæfileikum samherjana. Góður leikskilningur kemur ekki að sjálfum sér, hann næst mest með keppnislíkum æfingum.

Sjálfstraust:

 Í fyrsta lagi þarf leikmaður að gera sér grein fyrir hve hver sending krefst mikillar nákvæmni og í öðru lagi þarf hann að vega og meta tækni sína. Allir gera sín mistök sem hafa mismunandi áhrif á leikmenn.

Fjögur mikilvæg atriði sem leikmenn eiga ekki að gera:

  1. Hlaupið ekki með knöttinn
  2. Sendið knöttinn ekki þvert
  3. Sendið ekki langar ónákvæmar vonar sendingar
  4. Glatið ekki knettinum til mótherja þannig að þeir komist í meirihluta á svæðinu

 

Ekki hlaupa með knöttinn:

Aðal reglan er að rekja ekki knöttinn á varnar né miðsvæðinu. Knattrakning þýðir hægari leikur, það er erfiðara að hlaupa með knöttinn en án hans. Eftir mikið erfiði verður leikmaðurinn ónákvæmari og ef hann byrjar að rekja knöttinn er meiri hætta á því að hann haldi honum of lengi.

Ekki senda knöttinn þvert: Leikmenn taka mikla áhættu þegar þeir leika knettinum þvert, ef mótherji kemst inn í sendingu sitja tveir leikmenn eftir og andstæðingarnir komast í meirihluta.                  

 Reglan er þessi: Alls engar þversendingar á varnar og miðsvæðinu.

 

Ekki senda langar, ónákvæmar vonar sendingar:

Þessar sendingar þýða oftast að liðið tapar knettinum og mótherjarnir komast í meirihluta. Það er í lagi að senda langar sendingar ef þær eru nákvæmar og ef tímasetning er rétt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Æfing fyrir helgina

Upphitun:

15 mín

skokk 4 hringir byrja í horni

Þetta er tekið 8 sinnum

-vaxandi 70% hlaup frá horni ská yfir að næsta horni

-skokk mjög rólega að hinu horninu og eins yfir

 

Tækni:

10 mín

Tveir saman með einn bolta, 2-3 metrar á milli.

Annar hendir og hinn skilar boltanum 10 x til baka með

-rist

-innanfótar

-læri og innanfótar eða rist

-kassi

-skalli

 

Innan fótar sendingar

15 mín

Tveir saman með einn bolta 4-6 m á milli

-móttaka innanfótar og sending með sama fót

-móttaka innanfótr og sending með hinum fætinum

-móttaka utanfótar og sending innanfótar til baka

 

Styrktaræfingar:

10.mín

3 sett 2 mín hvíld milli setta

20 armbeyjur

20 froskar

30 magaæfingar

 


Fara á youtube

Sælir drengir.

Fyrir þá sem vilja fá æfingar til að gera heima er best að fara á youtube og stimpla inn ksi æfingar þá koma upp möguleikar á æfingum til að gera heima inni eða úti(t.d. tækniskóli KSÍ).

kv Freyr Einar og Viktor


Tölurnar fyrir fundin

ID 518 159 810

password:079717


Video-fundur (tölum saman) á morgun fimmtudag.

Sælir drengir. 

Ætlum að (reyna) að hafa video-fund á morgun kl 17:00 þar sem allir í 4. flokk geta verið með. Þið farið inn á zoom.us og þar inn á join a meeting og þar eruð þið beðnir um ID numer(níu stafir þrír stafir og bil og þrír stafir og bil og síðustu þrír) og password. Ég set þessi númer inn á bloggið 16:56 á morgun fimmtudag. Eftir að þið eruð búnir að setja tölurnar inn eruð þið með á fundinum.

kv Freyr,Viktor og Einar


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband